fbpx
Contact information
We are available 24/ 7. Call Now. +354 655 5554 info@rvkmarketing.is
Markaðssetning á Leitarvélumn feature

Stafrænar Auglýsingar

Miklar breytingar á samskiptum hafa átt sér stað í samfélaginu á síðustu árum. Í dag förum við ekki langt án snjalltækja og eyðum mestum okkar tíma tengd netinu. 

Þessar breytingar hafa líka haft áhrif á fyrirtæki og samskipti þeirra við viðskiptavini og neytendur.

Lengi vel fóru samskipti fyrirtækja og neytenda fram með hefðbundnum markaðsaðgerðum í sjónvarpi, dagblöðum og tímaritum. Þessi samskipti hafa núna þróast yfir á stafræna miðla. 

Stafrænar auglýsingar eru ein áhrifaríkasta leiðin fyrir fyrirtæki af öllum stærðum til að auka umfang sitt og finna nýja viðskiptavini. 

Þesvegna ákváðum við að kryfja helstu rásir stafrænna auglýsinga og koma fram með ábendingar varðandi uppsetningu þeirra.

Hvað eru stafrænar auglýsingar? 

Stafrænar auglýsingar, eða netauglýsingar, er form markaðssetningar sem fyrirtæki nota til að kynna vörumerki sitt, og vöru eða þjónustu í gegnum stafrænar rásir. Fyrirtæki greiða þá fyrir birtingu, með ólíkum greiðslumöguleikum, á leitarvélum, samfélagsmiðlum, vefsíðum, öppum og fleira. 

Stafrænar rásir og auglýsingar opna á aukna möguleika til að vera til staðar fyrir notendur á réttum tíma og réttum stað.

Hver er munur á stafrænum og hefðbundnum auglýsingum

En hver er þá ávinningur og kostir stafrænna auglýsinga í samanburði við hefðbundnar auglýsingar.

Helstu kostir stafrænna auglýsinga eru: 

 1. Nákvæmni: Stafrænum auglýsingum fylgja óteljandi úrræði og tól sem auðvelda skilning á hegðun notenda s.s. hverju þeir leita að. Einnig er hægt að skilgreina ítarlega og beina auglýsingum að ákveðjum markhóp á ákveðjum tímum til að besta kostnað auglýsinganna. Ólíkt hefðbundnum auglýsingum t.d. Auglýsingapláss í sjónvarpi sem birtist þeim sem horfa.
 2. Rauntími: Annar ávinningur sem aðgreinir stafrænar auglýsingar frá hefðbundnum er möguleikinn á rauntíma eftirliti. Því er hægt að sjá ávinning í rauntíma og aðlaga auglýsingar og stillingar byggt á gögnum sem segja til um hvað virkar og hvað ekki. 

Vantar þig góðar auglýsingar?

Við sjáum um stafrænar auglýsingaherferðir.
Kynntu þér þjónustuna


Auglýsingar á Leitarvélum

stafrænar auglýsingar á leitarvélum

Leitarauglýsingar eru einnig þekktar sem greidd leit, Pay Per Click (PPC). Leitarauglýsingar eru textaauglýsingarnar sem þú sérð á niðurstöðusíðu leitarvélarinnar, search engina result page (SERP). Auglýsingarnar birtast út frá þeim orðum sem notandi hefur slegið inn í leitarvélina og birtast efst á niðurstöðum, neðst og stundum til hliðar. Vinsælustu leitarvélaauglýsingarnar eru á Google þar sem leitarvélin er ábyrg fyrir meira enn 85% af allri leit. 

Leitarauglýsingar innihalda einnig innkaupaauglýsingar, þar sem það er innkaupaflipi (e. shopping) á Google.

Viltu vita meira um kosti leitarvéla?
Lærðu meira um Markaðssetningu á Leitarvélum. 

Borðaauglýsingar

stafrænar borðaauglýsingar

Borðaauglýsingar (e. Display Banner Ads) eru nær hugmyndinni um hefðbundnar auglýsingar. Í reynd er það sama hugmynd og auglýsing í dagblöðum og tímaritum en vegna stafrænnar tækni er himinn og haf á skilvirkni þeirra. 

Borðaauglýsingar eru þær auglýsingar sem þú sérð á vefsíðum og öppum. Ólíkt auglýsingum á leitarvélum sem eru byggðar á texta, þá eru þessar byggðar á myndefni og þær eru af öllum mismunandi stærðum og gerðum. Það er  heill heimur af netkerfum sem þú getur birt birtingarauglýsingar á en Google Display Network er eitt það vinsælasta. Sérstaklega því aðgangur að kerfinu er frír og einungis er greitt fyrir auglýsingarnar.  

Sjónrænar auglýsingar eru frábær leið til að fanga athygli notenda og tryggja að þeir smelli á skilaboðin þín.

Auglýsingar á Samfélagsmiðlum

stafrænar auglýsingar á samfélagsmiðlum

Samfélagsmiðlar eru án efa ein skilvirkasta rásin til að ná til notenda.

Nýjasta samfélagsmiðla rannsókn Gallup sýndi að 91% Íslendinga eru á Facebook, 72% á Youtube og 65% á Instagram. Meðaltími á dag á samfélagsmiðlum er 2 klst og 24min því er mikilvægt fyrir þá sem vilja efla vörumerkjavitund og ná til notenda að vera til staðar á þessum kerfum og kynna vörur sínar og þjónustu.

Auglýsingar á samfélagsmiðlum vísa til auglýsinga á vinsælum kerfum eins og Facebook, Instagram, Twitter, LinkedIn, TikTok og fleira. Eins og borðaauglýsingar er hægt að hanna samfélagsmiðla auglýsingar á margar hátt t.a.m. með myndum og myndböndum.


Vantar þig SoMe Auglýsingar?

Við sjáum um stafrænar auglýsingaherferðir á samfélagsmiðlum.
Kynntu þér þjónustuna


Video Auglýsingar

stafrænar video auglýsingar

Samfélagsmiðar og borðaauglýsingar styðja video auglýsingar. Youtue er samt sem áður vinsælasta rásin fyrir video auglýsingar. YouTube auglýsingar innihalda bæði myndbandsauglýsingar sem spila fyrir, eftir og meðan á myndskeiðum stendur; auk auglýsinga sem ekki eru myndbönd sem birtast yfir myndböndum og í leitarniðurstöðum.

Kostir Stafrænna Auglýsinga

Fyrst og fremst eru stafrænar auglýsingar mjög hagkvæmar því greitt fyrir aðgerðir en ekki birtingu t.d. er einunigs greitt þegar smell er á auglýsinguna þína með PPC. Annar kostur stafrænna auglýsingar er nákvæmni sem gerir það að verkum að með réttum stillingum getur þú séð til þess að þinn eftirsóknarverðasti markhópur grípi til þessara aðgerða sem óskað er eftir.

Og til að toppa það, hefur hver stafræn auglýsingarás sína eigin kosti.

Kostir Leitarauglýsinga

Áhugi notenda til að kaupa er mestur á leitarvélum og þar sem þú miðar á leitarorð geta auglýsingarnar þínar birst notendum sem leitar að nákvæmlega því sem þú hefur upp á að bjóða. Til dæmis, með því að kaupa auglýsingu fyrir leitarorð vöru líkt og “kaffivéll” munu viðskiptavinir sem vilja kaupa kaffivél á netinu sjá vöruauglýsingu fyrirtækisins fyrst. Með SEM eru góðar líkur á því að gestir sem smella á auglýsingu vilji kaupa og með því eykst viðskiptahlutfall (e. Conversion Rate) fyrirtækisins.

Kostir Borðaauglýsinga

Borðaauglýsingar byggja upp vörumerkjavitund, sem er aðalmarkmið flestra fyrirtækja með slíkum auglýsingum. 

Hvers vegna? 

Þú getur hugsað um stafrænar borðaauglýsingar líkt og auglýsingskilti (e. billboards) á strætóstoppum og byggingum. Því oftar sem notendur sjá þína auglýsingu því betur man viðkomandi eftir fyrirækinu og er líklegri til að taka til aðgerða. Endurmiðun auglýsingar (e. retargeting) er stór partur af því þar sem möguleikar eru á því að miða auglýsingum að viðkomandi sem hefur nú þegar séð auglýsinguna.

Kostir Samfélagsmiðlaauglýsinga

Þó vilji og ásetningur til að kaupa sé hæstur á leitarvélum ættir þú líka að fókusa á notendur innan markhópsins sem eru ekki enn tilbúnir til að kaupa. Það er þar sem samfélagsmiðlar koma inn því þar er hærri vilji til að taka þátt (e. engage) og uppgötva nýja hluti.

Líkt og borðarauglýsingar, byggja auglýsingar á samfélagsmiðlum upp vörumerkjavitund vegna útbreiðslu samfélagsmiðla og hönnunarmöguleika þeirra. Þessar auglýsingar trufla líka lítið, þar sem þær blandast vel inn í notendaviðmotið og hægt er að líka við þær, deila þeim og skrifa athugasemdir við þær.

Helsti kostur auglýsinga á samfélagsmiðlum er nákvæmni því notendur deila ítarlegum upplýsingum um sjálfa sig á miðlum eins og Facebook og Instagram. Þetta auðveldar þér að birtast notendum þegar þeir eru opnir fyrir því að grípa til aðgerða.

Kostir Myndbandsauglýsinga

Video auglýsingar eru kraftmiklar og geta haft meiri áhrif á notendur en myndir og texti. Með skapandi frásögn, tónlist og skilaboðum sem tala beint til tilfinninga áhorfenda er hægt að auka vitund vöru og þjónustu, einfalda flókin tilboð og byggja jákvætt viðhorf til vörumerkis.

Þó þú getir birt myndbandsauglýsingar á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum eru þær oft spilaðar með slökkt hljóð. Hinsvegar, á YouTube eru notendur að leita að sjónrænni upplifun sem gerir þennan miðil að fullkomnum stað til að ná til áhorfenda með fræðslu, skemmtun og tilfinningum.

Tips um Stafrænar Auglýsingar

Allar þessar auglýsingaleiðir eru frábrugðnar hvort annarri, svo hér eru bestu ráðin okkar fyrir hverja rás. 

Tips fyrir Leitarvélaauglýsingar

Ef þú ert ný í leitarauglýsingum eða vilt fríska upp á grundvallaratriðin, þá eru þetta kjarnaatriðin sem þú þarft að negla niður.

 • Mikilvægt er að skilja hvernig Google Ads uppboðið virkar. Þessar upplýsingar hjálpa til við að taka betri ákvarðanir.
 • Lærðu hvernig á að gera leitarorðarannsóknir. Leitarauglýsingar byggja á leitarorðum þ.e. orðunum sem fólk skrifar inn á Google.
 • Lærðu hvernig á að byggja auglýsingar sem virka jafnt á öllum skjástærðum (e. responsive ads).

Förum aðeins ítarlegar í hvert atriði fyrir sig. 

Gæðastig Google Auglýsinga (e. quality score)

Mikilvægt er að viðhalda háu gæðastigi vegna þess að Google verðlaunar hágæða auglýsingar með hærri staðsetningu og lægri kostnaði á smell. Þú getur gert þetta með því að halda smellihlutfalli (e. click rate) uppi og fínstilla notendaupplifun lendingarsíðunnar þ.e. síðan sem tekur á móti notendum þegar þeir smella á auglýsinguna. 

Hver Google Ads aðgangur hefur blöndu af herferðum og gæðastigið 10 er ekki raunhæft fyrir öll leitarorð. Hér er það sem er talið gott gæðastig fyrir mismunandi tegundir leitarorða:

Leitarorð vörumerkis: 8-10

Dæmi um slík leitarorð:

 • Sjóvá tryggingar
 • N1 bensínstöð
 • Reykjavík Marketing auglýsingastofa

Leitarorð með háum viðskiptalegum tilgangi: 7-9

Dæmi um slík leitarorð: 

 • Kaupa tryggingar
 • Bensínstöð nálægt mér
 • Hvar get ég keypt auglýsingaþjónustu

Leitarorð með litlum viðskiptalegum tilgangi: 7

Dæmi um slík leitarorð: 

 • Upplýsingar um bílatryggingar
 • Bensínstöðvar á Íslandi
 • Tips um stafrænar auglýsingar

Leitarorð samkeppnisaðila: 3+

 • Þetta eru leitarorð sem samkeppnisaðili er nú þegar að fókusa á. Til að finna þessi leitarorð þarf að framkvæma leitarorðarannsókn.

Þemu Auglýsingahópa

Hvernig þú skipuleggur auglýsingaherferðirnar þínar og auglýsingahópa hefur áhrif á hversu auðvelt það er fyrir þig að stjórna herferðinni og hversu árangursríkar auglýsingarnar þínar eru, sem hefur svo áhrif á hversu mikið þær munu kosta.

Þú getur skipulagt herferðirnar þínar eftir því sem hentar þér best – svo sem eftir tegundum vara eða þjónustu sem þú ert að auglýsa, eða eftir landfræðilegri staðsetningu. Það sem er mikilvægara er að auglýsingahóparnir innan þessara herferða eru flokkaðir eftir þema.

Fyrir hvern auglýsingahóp getur þú aðeins haft eina lendingarsíðu. Því er mikilvægt að hver auglýsingahópur sé með ákveðið þema til að tryggja að auglýsingarnar og lendingarsíðan séu viðeigandi fyrir leitarorðin sem þú miðar á. Þetta er gert til að halda gæðastiginu háu.

Leitarorð Samkeppnisaðila

Auglýsingum á leitarvélum fylgir mikil samkeppni og því getur verið sniðugt að gera leitarorðarannsókn til að afhjúpa leitarorð sem samkeppnisaðilar bjóða í. Til þess að finna þessi leitarorð þarf að nota leitarorða tól líkt og Ahref og Semrush.

Með því að vita hvaða leitarorð samkeppnisaðilar bjóða í getur þú boðið betur og aukið samkeppnishæfi vörumerkis í leit, þar sem við á. Leitarorðarannsókn getur líka afhjúpað sterk leitarorð sem samkeppnisaðilar eru að missa af og þitt vörumerki getur boðið í.

Leitarorð

Kjarninn í árangursríkri Google Ads herferð eru réttu leitarorðin. En það er ekki nóg að framkvæma leitarorðarannsókn því einnig þarf að viðhalda og uppfæra leitarorðin reglulega.

Hér eru nokkur dæmi:

 • Notaðu leitarorðaskýrsluna til að finna ódýrari leitarorð sem skila meiri árangri og minni samkeppni, finna ný leitarorð, og loka á neikvæð leitarorð sem eyða meira en áætlað. 
 • Fjarlægðu leitarorð sem hafa lágt gæðastig og settu þau í sinn eigin auglýsingahóp. Ef þú færð ekki frammistöðuhækkun þar gætirðu viljað gera hlé á þeim eða eyða þeim.
 • Prófaðu Microsoft’s Advertising Intelligence (frítt tól) til að finna leitarorð fyrir Bing og Google auglýsingar.

Ekki undirfjármagna herferðir

Ekki gera þau mistök að undirfjármagna auglýsingaherferðirnar þínar. Hér er dæmi: 

 • Meðalkostnaður á smell er +100kr en daglegt kostnaðarhámark er dreift á 5-10 herferðir sem hver fær aðeins +50kr á dag sem er ekki nóg til að ná einum smell.

Google Ads aðlagar og fínstillir birtingu auglýsinga út frá rauntímaupplýsingum um árangur. Ef þú undirfjármagnar herferðirnar birtast auglýsingarnar ekki nógu oft til að gefa Google þau gögn sem það þarf til að gera þessar fínstillingar og skila arðsemi af fjárfestingunni.

Það eru einnig margar leiðir til að spara peninga í Google Ads. T.a.m. getur þú valið herferðina eða leitarorðasettið sem þú telur að muni skila bestum árangri, slökkt á öllum öðrum og fært kostnaðarhámark yfir á þann hóp. Þannig getur þú keyrt á einni herferð í ákveðinn tíma án þess að bæta við auglýsingakostnað. Ef þú sérð árangur af þeirri hererð geturu haldið áfram og ef ekki er mikilvægt að gera hlé og prufa næsta.

Tips fyrir Borðaauglýsingar

“Retargeted website visitors are 70% more likely to convert on your website. Display ads with a video have 18.4% higher conversion rates.”

Hér eru nokkur grundvallarráð til að hjálpa þér að fá meira út úr borðaauglýsingunum þínum. 

 • Kynntu þér stærðir og uppsetningu.
 • Lærðu hönnun og skapandi auglýsingagerð þar sem þú átt við meira en einungis texta eins og í leitarauglýsingum.
 • Lærðu á markhópa og kynntu þér alla markhópa valkosti sem þér standa til boða. Ólíkt leitarauglýsingum sem eru byggðar á leitarorðum eru borðaauglýsingar byggðar á markhópum. 

Förum aðeins ítarlegar í hvert atriði fyrir sig.

Veldu rétta áhorfendur (e. audience)

Meginmarkmið borðaauglýsinga er að auka vörumerkjavitund. Ef þú vilt að auglýsingarnar hafi raunveruleg áhrif á aðrar herferðir þarftu að velja áhorfendur vandlega. 

Hér eru nokkur atriði sem þú getur hugað að:

 • Referral traffic report í Google Analytics getur sýnt þér hvaða vefsíður hafa gefið þér baktengla. Þetta getur hjálpað þér að skilja hvaða vefsíður þjónusta notendur sem gætu notið góðs af vörunni þinni eða þjónustu.
 • Audience report í Google Analytics getur sýnt þér upplýsingar og gefið þér innsýn í núverandi notendur á vefsíðunni þinni.
 • Audience Insights í Google Ads getur sýnt þér upplýsingar og gefið þér innsýn í núverandi notendur á vefsíðunni þinni flokkað eftir markhópum.

Endurmiðun auglýsinga

Með endurmiðun auglýsinga (e. retargeting) getur þú birt auglýsingar á grundvelli fyrri þátttöku notenda, svo sem vörur sem þeir hafa skoðað en ekki enn keypt, efni sem þeir hafa hlaðið niður, lausnum sem þeir hafa skoðað og aðrar auglýsingar sem þeir hafa átt í samskiptum við t.d. smellt á auglýsingu. 

Afhvejrju ættiru að endurmiða auglýsingar?

Því notendur sem hafa heimsótt vefsíðuna þína áður og sjá auglýsingu í framhaldi af því eru 70% líklegri til að verða viðskiptavinir.

Mat á staðsetningu auglýsinga

Til að fá sem mest út úr herferðum er mikilvægt að endurmeta hvar auglýsingarnar birtast markhópnum þínum. T.d. geta auglýsingar í öppum verið peningasóun því töluvert magn smella eru framkvæmdir óvart af notendum vegna skjástærðar. 

Því þarf að velja stillingar varðandi markhópinn leyfa herferð að ganga í ákveðinn tíma, meta frammistöðuna og endurmeta val á staðsetningu auglýsinga. 

Árangursmælingar

Það getur verið erfitt að mæla nákvæmlega árangur borðaauglýsinga. Eitt ráð er að skoða 

View-Through Conversion í Google Ads. Þetta á við þegar notandi sér auglýsinguna þína, smellir ekki á hana EN fer svo seinna á vefsíðuna þína og framkvæmir aðgerð sem óskað er eftir t.d. kaup, stofnar aðgang etc. 

Þegar sett er upp View-Through Conversion í Google Ads er mikilvægt að setja ákveðinn tímaramma milli þetta að notandi sér auglýsingu og heimsækir vefsíðuna. 

Ráð fyrir Samfélagsmiðlaauglýsingar

Hér eru nokkur ráð til að ná árangri með Facebook auglýsingum:

Byggðu Facebook auglýsingar inní kaupferlið 

Ekki allir notendur innan markhópsins eru tilbúnir að kaupa og eru þeir á ólíkum stöðum í kaupferlinu. Sumir eru enn á upplýsingastigi þar sem þeir eru forvitnir en ekki tilbúnir að kaupa á meðan aðrir eru lengra komnir og vilja helst kaupa strax. 

Því er sniðugt að nota ólík herferðarmarkmið í Facebook auglýsingum til að kynna þína vöru eða þjónustu eftir ólíkum stigum í kaupferlinu. Með slíkri langtíma stefnu er hægt að ná til beiðari hóps notenda sem inniheldur þá sem eru ekki tilbúnir að kaupa núna, stofna til samskipta við þann hóp, og svo notað endurmiðaða markaðssetningu til að breyta þeim í viðskiptavini þegar þeir eru komnir lengra í kaupferlinu. 


Vantar þig Facebook Auglýsingar?

Við sjáum um stafrænar auglýsingaherferðir á Facebook.
Kynntu þér þjónustuna


Skipuleggðu herferðir eftir markmiðum

Algengt er að sjá fyrirtæki sem skipuleggja herferðir eftir markhópum í stað markmiðum. 

Hér er dæmi: 

Segjum sem svo að þú bjóðir þrjú afbrigði af vöru A: áhrifavalda, netverslana og þjónustufyrirtækja. Í stað þess að skapa þrjár aðskildar herferðir fyrir hvern markhóp er betra að búa til eina herferð fyrir vöru A en þrjú auglýsingasett innan herferðarinnar, eitt fyrir hvern markhóp. 

Með slíkri uppsetningu á Facebook auglýsingum getur þú betur stjórnað og hagrætt auglýsingunum þínum.

Ertu að velta fyrir þér samstarfi við áhrifavalda?
Lestu þér til um Áhrifavalda Markaðssetningu

Mældu atburði (e. conversions)

Tökum aftur dæmi um vöru A sem er seld til áhrifavalda, netverslana og þjónustufyrirtækja. Þegar þú hefur sett upp herferðina þína getur þú mælt atburði, í þessu tilfelli sölu (atburðir geta líka verið download, email skráning o.fl.) fyrir herferðina í stað hvers auglýsingasetts. Þannig færð þú yfirlit yfir alla sölu í herferðinni í stað takmarkaðra upplýsinga í hverju auglýsingasetti.

Bættu miðun eftir áhugamálum

Þrátt fyrir aukna friðhelgi persónuupplýsinga býður Facebook enn uppá miðun eftir áhugamálum notenda. Þar sem þetta er enn hægt er gott að miða ekki eingöngu að áhugamálum sem tengjast nákvæmlega vörunni eða þjónustunni sem þú selur. Hér eru nokkur dæmi um það hvernig er hægt að bæta miðun eftir áhugamálum: 

 • Samkeppnisaðilar: Þó svo auglýsingarnar fái ekki smelli getur þú aukið vitund meðal viðskiptavina og áhorfenda samkeppnisaðila þinna. 
 • Tengd áhugamál: Hægt er að prófa sig áfram með tengdum áhugamálum T.d. df þú ert að fæðubótarefni getur þú líka prófað að miða að notendum sem hafa áhuga á hollum mataruppskriftum og íþróttafatnaði.
 • Tengdir áhorfendur: Einnig er hægt að skoða tengda áhorfendur. T.d. getur þú kannað síður áhrifavalda og stærri fyrirtækja innan þíns geira. Á þessum síðum finnur þú tengdar síður, síður sem þessi síða hefur líkað við, og topp aðdáendur. Þú getur þá farið á þessa prófíla og séð hvað notendur hafa líkað við og hver eru þeirra áhugamál.

Auglýsingaráð fyrir YouTube

Hér eru nokkur ráð til að ná árangri með Youtube auglýsingum:

Fyrstu 5 sek eru mikilvægastar

Bestu video auglýsingarnar eru þær sem ná athygli áhorfenda í fyrstu 5 sekúndunum. Þeir sem vinna video auglýsingar vita að notendur munu líklega ekki sjá meira en fyrstu fimm sekúndurnar af auglýsingu og því er mikilvægt að ná athygli strax í byrjun og koma helstu upplýsingum á framfæri. 

YouTube Studio

Það er mikið af gögnum sem þú getur fengið í YouTube Studio sem þú getur ekki fengið með venjulegum Google Ads skýrslum. Til dæmis geturu skoðað á hvaða tækjum notendur sjá auglýsingarnar í Google Ads, en ef þú skoðar í Studio geturðu bætt við viðbótarmælingum eins og smellum. 

Þetta er mikilvægt því þegar aðeins er horft á tæki notenda færðu upplýsingar um áhorf en í Studio getur bætt við upplýsingum líkt og smellum til að finna út á hvaða tækjum notendur eru líklegri til að smella á auglýsinguna þína. Þó svo áhorf sé gott getur verið að engir smellir verði til (sem skiptir mun meira máli) og því getur þú takmarkað auglýsingarnar þína við t.d. tölvu og farsíma þar sem smella hlutfall er hærra en t.d. á sjónvarpi sem hefur enga smelli. 

Þetta á við þegar greitt er fyrir áhorf (pay-per-view) í stað CPC og ef markmiðið eru smellir en ekki t.a.m. aukin vitund um vörumerki. 

Ekki nema markmiðið sé aukning á vitund þá að sjálfsögðu er áhorf gott markmið. 

Smáa letrið 

Það eru nokkrar smáleturstillingar þegar þú setur upp myndbandsherferðir í Google Ads sem þú ættir að vera meðvitaður um. Til dæmis styðja Video Action herferðir call-to-action viðbætur, veftenglaviðbætur og fleira til að hvetja notendur til að heimsækja vefsíðuna þína.

En samkvæmt Google er call-to-action hnappurinn á sjónvörpum aðeins tiltækur fyrir myndbandsherferðir sem nota markmiðin “Brand awareness og Reach” og “Product og Brand Consideration”. Sem þýðir að þessar viðbætur munu ekki birtast í flestum sjónvarpstækjum. Svo ef þú ert að keyra Video Action herferð skaltu slökkva á þessari stillingu. 

Stilltu auglýsingatíðni

Það er mikilvægt að muna að video auglýsingar trufla myndbandsefni sem notandi horfir á. Því er mikilvægt að stilla tíðni auglýsinga til að koma í veg fyrir neikvæða tengingu við vörumerkið þitt. Vertu viss um að stilla auglýsingatíðni fyrir vikulegt áhorf. T.d. er gott að byrja á max fimm áhorf í viku og endurmeta þegar þú hefur keyrt auglýsinguna nægilega lengi til að safna gögnum.

Við vonum að með þessum upplýsingum hafir þú aukið skilning þinn á stafrænum auglýsingum og áttir þig betur á grundvallaratriðunum.

Hvort sem um ræðir auglýsingar á leitarvélum, samfélagsmiðlum, youtube eða borðaauglýsingar geta þær allar átt sinn stað í þinni auglýsingaherferð. Mikilvægast er að þekkja kosti og styrkleika hverrar rásar fyrir sig og endurmeta reglulega stillar til að hámarka arðsemi.

Ef þú vilt fá aðstoð við stafrænar auglýsingar getur þú skoðað hvað við höfum að bjóða með auglýsingaþjónustunni okkar.

Við vonum að þessar upplýsingar komi að góðum notum. 

Lærðu meira:


Vantar þig áreiðanlegan samstarfsaðila?

Við sjáum um stafræn markaðsstörf fyrir lítil og stór fyrirtæki.
Kynntu þér þjónustuleiðirnar okkar.


 Tengt efni & greinar