fbpx
Contact information
We are available 24/ 7. Call Now. +354 655 5554 info@rvkmarketing.is

Hvað er aðgengi

Aðgengi er ein lykilforsenda þess að fatlaðir geti lifað sjálfstæðu lífi. Fötlun er ekki bundin við einstakling. Hún verður í raun aðeins til þegar ytri aðstæður gera ekki ráð fyrir mismunandi þörfum, hæfni og getu fólks til að athafna sig. Aðgengi skiptist í tvo megin flokka þ.e.

  • aðgengi í umhverfinu
  • stafrænt aðgengi

Ferilfræðilegt aðgengi fyrir alla (aðgengi í umhverfi)

Ferilfræðilegt aðgengi er gjarnan það sem flestir hugsa um þegar talað er um aðgengi, þ.e. aðgengi í umhverfi. Þá er um að ræða t.d. skábrautir og rampa fyrir hjólastóla, leiðarlínur fyrir blinda og sjónskerta, stórar og skýrar merkingar, handrið við tröppur, greinargóð merking á tröppum og öðrum misfellum, hljóðmerki á gönguljósum o.s.frv.

Stafrænt aðgengi fyrir alla

Stafrænt aðgengi verður sífellt mikilvægara eftir því sem verslun og þjónusta færist í auknum mæli yfir í stafrænt form. Sem dæmi má nefna að fyrir 20 árum síðan þótti mikilvægast að einstaklingar í hjólastól gætu sótt þjónustu í bankaútibúum en í dag stunda sífellt fleiri öll sín bankaviðskipti á netinu og því þarf að sjá til þess að þær lausnir sem boðið er upp á séu aðgengileg öllum. Tryggja þarf jafnan rétt allra til að afla sér upplýsinga og sækja sér þjónustu með rafrænum hætti.

Stafrænt aðgengi felur í sér m.a. aðgengi að vefsíðum og smáforritum. Flestir kannast við viðbætur á vefsíðum líkt og ReadSpeaker sem sér um upplestur á texta og auðveldar sjónskertum aðgengi að upplýsingum. Vefaðgengi felur því í sér að nýta slíkar lausnir til að mæta mismunandi þörfum fólks og bæta þar með aðgengi fyrir alla.

Hvað þýðir bætt aðgengi fyrir einstaklinga?

Gott aðgengi kemur í veg fyrir mismunun og veitir öllum jöfn tækifæri, hvort sem er í námi, vinnu, frístundum eða öðru. Bætt aðgengi snýr að því að bæta ytri aðstæður og gerir þar með ráð fyrir mismunandi þörfum, hæfni og getu fólks til að athafna sig.

Aðgengisúttektir

Reykjavík Marketing býður upp á aðgengisúttektir og ráðgjöf fyrir stofnanir og fyrirtæki, hvort sem um er að ræða húsnæði, útisvæði, vefsvæði, smáforrit o.fl.

Aðgengisúttektir eru mat á aðgengi fyrir fólk hvort sem um ræðir aðgengi í umhverfi eða stafrænt aðgengi. Úttektir eru framkvæmdar af aðgengisfulltrúa sem fylgir viðeigandi reglum og leiðbeiningum stofnana sem sérhæfa sig í aðgengismálum.

Aðgengisúttekt tekur mið af WCAG 2.1 AA / WCAG 2.2 AA (2023). Kynntu þér hér hvað WCAG 2.1. AA er.

Aðgengisúttekt tekur mið af ákvæðum gildandi byggingarreglugerðar sem snúa að aðgengi.

Aðgengisúttekt tekur mið af leiðbeiningum um Algilda hönnun utandyra. Kynntu þér hér hvað algild hönnun(Linkur á URL /adgengi-umhverfi) er.

Hvað er aðgengisfulltúi?

Aðgengisfulltrúar hafa þekkingu á aðgengismálum og starf þeirra felur m.a. í sér mat á aðgengi fyrir alla hvort sem um ræðir stafrænt aðgengi eða aðgengi í umhverfi. Aðgengisúttektir eru framkvæmdar af aðgengisfulltrúa.

Hlynur Þór Agnarsson

Hlynur Þór Agnarsson er framkvæmdarstjóri og aðgengisfulltrúi Reykjavík Marketing. Hlynur hefur meðal annars starfað sem aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins 2019-2023 og unnið að bættu aðgengi með fyrirtækjum og stofnunum m.a. Origo, Reykjavíkurborg, Stafrænu Íslandi og Tryggingastofnun.