Facebook
Markaðssetning
Einn besti staðurinn til að byggja upp vitund á vörumerki er Facebook. Auglýsingar á Facebook eru söludrifnar og búa til meiri umferð um vefinn þinn.
Hægt er að fara í ódýrar en hnitmiðaðar auglýsingar á Facebook sem skila sér til markhópsins þíns en það þarf þó að vanda til verka.
Við hjá Reykjavík Marketing hjálpum þér við það.
Hvað er Facebook
Markaðssetning?
Facebook Markaðssetning er kynning á vörumerki og viðhald á nærveru þess á Facebook.
Markaðssetning á Facebook vísar bæði til frírrar starfsemi s.s. pósta og beinna samskipta, og keyptar markaðssetningar s.s. auglýsinga og pósta sem greitt er fyrir.
Hverjir eru kostir Facebook Markaðssetningar?
Facebook er stærsti samfélagsmiðill í heimi sem gerir það að góðum stað fyrir fyrirtæki sem vilja þróa samfélagsmiðlastefnu.
Vegna stærðar Facebook hefur fyrirtækið þitt möguleika á að ná til umfangsmikins markhóps og gefur aðgengi að mikilvægum markaðsgögnum sem varða þinn markhóp.
Viðskiptatæki Facebook hjálpa við að byggja upp vörumerkið þitt á netinu og skapa þýðingarmikil tengsl við viðskiptavini.