fbpx
Contact information
We are available 24/ 7. Call Now. +354 655 5554 info@rvkmarketing.is

Hvað eru Google Auglýsingar?

Google Auglýsingar, eða Google Ads eins og það kallast á ensku, eru stafrænar auglýsingar sem þú getur notað til að kynna fyrirtækið þitt, hjálpa til við að selja vörur eða þjónustu, vekja athygli og auka umferð á vefsíðuna þína.

Í gegnum Google Ads er búið til auglýsingar á netinu til að ná til fólks nákvæmlega þegar það hefur áhuga á vörum og þjónustu sem þú býður upp á.

Google Leitarvél

Google er langstærsta leitarvél í heimi og býr einnig yfir öflugasta auglýsingakerfinu.

Síðan 2021 er Google með meira en 90% markaðshlutdeild á leitarvélamarkaðnum og meira en 6 milljarðir leita eru framkvæmdar á hverjum degi.

Vegna stærðar og vinsældar Google eru Google auglýsingar ein hagkvæmasta og skilvirkasta leið til að auglýsa þjónustu og vörur þínar á netinu.

Google Auglýsingar á Íslandi

Íslenskum fyrirtækjum fjölgar á Google Ads

Stöðug aukning er á fjölda íslenskra fyrirtækja sem nýta sér Google Auglýsingar. Google Ads kerfið skilar fleiri notendum á heimasíðuna þína og eykur því líkur á viðskiptum ef rétt er að staðið.

Með Google Ads þarf að setja auglýsingar upp á réttan hátt til að ná til markhóps þíns fyrirtækis. Það er gert með því að velja rétt svæði og leitarorð ásamt því að skapa áhugaverðar auglýsingar.

Íslensk fyrirtæki vilja sjá árangur og með Google Ads er auðvelt að fylgjast með og fínstilla auglýsingar til að hámarka árangur herferða.

Árangur með Google Auglýsingum

Við hjá Reykjavík Marketing erum með áralanga reynslu í stafrænum auglýsingum.

Við mælum árangur auglýsinga og gerum breytingar á textum og uppfærum leitarorð eftir þörfum til að hámarka árangur auglýsinga hverju sinni.

Google Auglýsingar í 1. sæti

Þegar þú slærð inn leit á Google eru fyrstu leitarniðurstöðurnar merktar 'Ad' eða 'Sponsored' sem stendur fyrir auglýsingar.

Þannig tryggir þú þínu fyrirtæki stöðu efst á Google með þá vöru eða þjónustu sem er auglýst um leið og notendur leita eftir því.
Þetta er gert með Google Search Ads sem er ein týpa af Google Auglýsingum.

Hvernig virka Google Ads?

Google Auglýsingar

Google Ads auglýsingum er stjórnað á netinu, svo við sköpum allar auglýsingar þar og fínstillum hverja herferð fyrir sig þegar nægileg gögn hafa safnast. Í gegnum auglýsingaforrit Google breytum við m.a. auglýsingatexta, stillingum varðandi markhópa og notendur og miðum þannig að því að hámarka arðsemi auglýsinganna.

Við veljum hvar auglýsingin þín birtist, setjum kostnaðarhámark sem hentar þér, og mælum áhrif einstaka auglýsinga sem og heildaráhrif auglýsinga herferðar.

Google tekur aðeins þóknun þegar auglýsingarnar skila niðurstöðum þar sem notandi framkvæmir ákveðna aðgerð t.a.m. smellir á auglýsinguna til að fara á vefsíðuna þína. ​

PPC Auglýsingar

Helsti kostur Google Ads er Pay-per-click (PPC). Það þýðir að þú greiðir ekki fyrir að birta auglýsingar á leitarvél Google heldur aðeins þegar smellt er á aulýsinguna þína.

Þannig greiðir þú aðeins fyrir smelli sem leiða til raunverulegra heimsókna á vefsíðuna þína.

Því eru Google Ads hagkvæmur kostur.

Google Leitarauglýsingar

Leitarauglýsingar (e. Search ads) eru auglýsingar sem birtast notendum í leitarniðustöðum á Google. Slíkar auglýsingar birtast eftst í leitarniðurstöðum og eru merktar ‘Ads’ eða ‘Sponsored’.

Leitarauglýsingar gera þér kleift að birtast notendum þegar þeir eru að leita að fyrirtækjum eins og þínu í Google leit eða á Google Maps. Þú greiðir þá ekki fyrir auglýsingaplássið heldur fyrir árangur, eins og smelli á vefsíðuna þína eða símtöl til þín.

Stafrænu auglýsingarnar þínar geta birst á Google um leið og einhver er að leita að vörum eða þjónustu eins og þinni. Hvort sem þeir eru á tölvu eða farsíma getur vel tímasett leitarauglýsing breytt notendum í verðmæta viðskiptavini.

Google Borðaauglýsingar

Borðaauglýsingar (e. Display Banner Ads) er önnur gerð Google auglýsinga sem ná til fólks þegar það vafrar á netinu. Þessar auglýsingar birtast ekki í leitarniðurstöðum heldur á vefsíðum sem leyfa auglýsingar, í Youtube myndböndum, í öppum og þegar fólk skoðar Gmail.

Google Borðaauglýsingar ná til 90% netnotenda um allan heim, á milljón vefsíðum, fréttasíðum, bloggum og Google vefsvæðum eins og Gmail og YouTube. Youtube er einmitt önnur stærsta leitarvél í heimi.

Einn vinsælasti eiginleiki Borðaauglýsinga eru auglýsingar til notenda sem hafa áður heimsótt vefsíðuna þína eða app.

Þetta er gert til að staðsetja vörumerki ofarlega í huga notenda og auka líkur á því að notendur muni eftir því.