fbpx
Contact information
We are available 24/ 7. Call Now. +354 655 5554 info@rvkmarketing.is

Hvað er Markaðssetning
á Samfélagsmiðlum?

Markaðssetning á samfélagsmiðlum er notkun samfélagsmiðla, t.d. Facebook þar sem notendur byggja upp samfélagsnet og miðla upplýsingum, til að byggja upp vörumerki fyrirtækis, auka sölu, og auka umferð á vefsíðu fyrirtækisins.

Markaðssetning á Samfélagsmiðlum snýst um meira en að pósta eftir hentisemi, mikilvægt er að móta og fylgja markaðsstefnu sem felur í sér mælanleg markmið og aðgerðir t.a.m.

  • Viðhald og fínstilla prófílinn
  • Birta myndir, myndbönd, og sögur sem móta vörumerkið
  • Bregðast við athugasemdum og fylgjast með orðspori
  • Mynda raunveruleg samskipti við fylgjendur, viðskiptavini og áhrifavalda til að byggja upp samfélag í kringum vörumerkið

Markaðssetning á samfélagsmiðlum felur einnig í sér auglýsingar á samfélagsmiðlum, þar sem fyrirtækið þitt birtist fyrir framan þinn markhóp á réttum stað á réttum tíma.

Hverjir eru kostir Markaðssetningar á Samfélagsmiðlum?

Markaðssetning á samfélagsmiðlum er öflugt form markaðssetningar.

Afhverju?
Samfélagsmiðlar skara frammúr á þremur sviðum: tengingu, samskiptum og gögnum.

Samfélagsmiðlar t.d. Facebook gera fyrirtækjum kleift að tengjast viðskiptavinum og ná til þeirra á auðveldari, og óvenjulegri, hátt en áður. Samfélagsveiturnar gera það líka mögulegt að eiga í beinum samskiptum við viðskiptavini sem getur styrkt ímynd vörumerkis og einnig sýnt fram á ánægju viðskiptavina með ummælum sýnileg öðrum.

Til að bæta bæði tengingar og samskipti bjóða samfélagmiðlar einnig uppá viðamikil gögn og ómetanleg úrræði til að auka markaðsárangur t.a.m. með auglýsingum og gera enn betur við viðskiptavini.