Contact information
We are available 24/ 7. Call Now. +354 655 5554 info@rvkmarketing.is

Hvað er Vefsíðugerð?

Vefsíðugerð er hugtak sem nær yfir framkvæmd þar sem vefsíða er byggð frá grunni sem og viðhald á vefsíðu til að endurspegla vörumerki og upplýsingar fyrirtækis. Vefsíðugerð, eða vefsíðu hönnun, tryggir notendavæna upplifun þar sem útlit og hönnun eru mikilvægir þættir.

Hverjir eru kostir heimasíða?

Heimasíða tryggir góð fyrstu kynni

Heimasíðan þín getur verið fyrstu kynni notenda af fyrirtækinu þínu. Því er mikilvægt að vefsíðan gefi góða mynd af fyrirtækinu og því sem það stendur fyrir.

Við sjáum til þess að heimasíðan þín virki rétt, sé fallega framsett og í samræmi við vörumerkið þitt.

Heimasíða byggir traust

Flestir notendur í dag nota internetið til að kynna sér vörur og þjónustur fyrir kaup.

Góð vefsíða gefur þér tækifæri til að sýna notendum að hægt er að treysta þínu fyrirtæki.

Samræmi og notendavæn hönnun er stór partur af því að byggja traust.

Vefsíða selur 24/7

Vefsíðan þín er alltaf vakandi og tilbúin að taka á móti gestum, svara fyrirspurnum, og taka við pöntunum.

Með vel gerðri heimasíðu þarftu ekki að hætta á að missa viðskiptavini til samkeppnisaðila eða vísa viðskiptavinum frá þegar það er kominn tími til að loka. Vefsíðan vinnur fyrir þig allan sólahringinn.

Heimasíða gefur samkeppnisforskot

Öll fyrirtæki eiga skilið besta möguleika á að ná árangri og vel hönnuð heimasíða er stór partu af því.

Að öllum líkindum eru samkeppnisaðilar þínir með vefsíðu en góð vefsíða getur aðgreint þig frá samkeppnisaðilum og tjáð viðskiptavinum hversvegna þín vara eða þjónusta ætti að verða fyrir valinu.