fbpx
Contact information
We are available 24/ 7. Call Now. +354 655 5554 info@rvkmarketing.is

Hvað er Vefsíðugerð?

Vefsíðugerð er hugtak sem nær yfir framkvæmd þar sem vefsíða er byggð frá grunni sem og viðhald á vefsíðu til að endurspegla vörumerki og upplýsingar fyrirtækis. Vefsíðugerð, eða vefsíðu hönnun, tryggir notendavæna upplifun þar sem útlit og hönnun eru mikilvægir þættir.

Hverjir eru kostir heimasíða?

Heimasíða tryggir góð fyrstu kynni

Heimasíðan þín getur verið fyrstu kynni notenda af fyrirtækinu þínu. Því er mikilvægt að vefsíðan gefi góða mynd af fyrirtækinu og því sem það stendur fyrir.

Við sjáum til þess að heimasíðan þín virki rétt, sé fallega framsett og í samræmi við vörumerkið þitt.

Heimasíða byggir traust

Flestir notendur í dag nota internetið til að kynna sér vörur og þjónustur fyrir kaup.

Góð vefsíða gefur þér tækifæri til að sýna notendum að hægt er að treysta þínu fyrirtæki.

Samræmi og notendavæn hönnun er stór partur af því að byggja traust.

Vefsíða selur 24/7

Vefsíðan þín er alltaf vakandi og tilbúin að taka á móti gestum, svara fyrirspurnum, og taka við pöntunum.

Með vel gerðri heimasíðu þarftu ekki að hætta á að missa viðskiptavini til samkeppnisaðila eða vísa viðskiptavinum frá þegar það er kominn tími til að loka. Vefsíðan vinnur fyrir þig allan sólahringinn.

Heimasíða gefur samkeppnisforskot

Öll fyrirtæki eiga skilið besta möguleika á að ná árangri og vel hönnuð heimasíða er stór partu af því.

Að öllum líkindum eru samkeppnisaðilar þínir með vefsíðu en góð vefsíða getur aðgreint þig frá samkeppnisaðilum og tjáð viðskiptavinum hversvegna þín vara eða þjónusta ætti að verða fyrir valinu.

Hvað er Heimasíða?

Heimasíða (e. Homepage) er forsíða vefsins og er oftast sú síða vefsins sem dregur inn flestar vefheimsóknir. Forsíðan er því mikilvægasta síðan á vefnum og mikilvægt að koma fram upplýsingum og skýrum texta til notenda.


Svara þarf spurningum eins og:

- Hvaða vandamál leysir varan

- Hvaða lausnir býður varan

- Hvað býður varan umfram samkeppnisaðila

- Hversvegna kjósa notendur þína vöru


Við skiljum mikilvægi þess að ná til notenda með góðum fyrstu kynnum á heimasíðunni. Því leggjum við mikla áherslu á að koma upplýsingum varðandi þitt fyrirtæki fram á áhugaverðan og eftirtektaverðan hátt.

Heimasíðan þín er dýrmæt og við endurspeglum það með þjónustunni okkar.

Hvað eru Undirsíður?

Undirsíður eru síður á vefnum og þjóna ekki síður mikilvægu hlutverki. Hlutverk undirsíða er oftast að upplýsa, fræða, skemmta eða selja til notenda.Undirsíður eru t.a.m.

- Upplýsingasíða um einstaka vöru

- Yfirlitssíða sem samanstendur af vöruframboði

- Verðsíður

- Upplýsingasíða fyrirtækis t.d um rekstur og markmið


Sérstaka athygli þarf að gefa upplýsingasíðum vara og þjónusta þar sem markmiðið er að selja til notenda.

Þar þarf að hafa í huga notendavænt viðmót, greinagóða lýsingu og upplýsingar fyrir mögulega viðskiptavini, sem og leitarvélavæna efnissköpun til að tryggja samkeppnishæfi í leitarniðurstöðum.

Hvað eru Lendingarsíður?

Vantar þig lendingasíðu sem selur?
Lendingarsíður eru síður á vefnum oftasta tengdar auglýsingaherferðum.


Notandi lendir á þessari síðu eftir að hafa smellt á t.a.m.:

- Auglýsingaborða

- Hlekk á annarri vefsíðu

- Hlekk í leitarniðurstöðum


Hlutverk lendingarsíða er að upplýsa notendur um einstaka vöru, þjónustu eða tilboð með það að markmiði að úr verði sölukaup.

Alltof algengt er að sjá vannýtt tækifæri því ekki er gert ráð fyrir sérstakri lendingarsíðu fyrir stafrænar auglýsingaherferðir.

WordPress Vefsíðugerð

WP Vefsíðugerð

Vantar þig örugga og notendavæna vefsíðu?

Það er ekki að ástæðulausu að við vinnum að mestu með WordPress vefumsjónarkerfið. Möguleikarnir sem WordPress hefur uppá að bjóða eru nánast óendanlegir og það eru til þúsundir viðbóta (e.plugins) við WordPress kerfið sem gerir okkur kleift að sníða allar tegundir af vefsíðum.

Við hönnum það sem þig vantar!

- Upplýsingasíður
- Þjónustuvefsíður
- Áskriftarsíður
- Netverslanir
- Bókunarsíður

En hverjir eru kostir WordPress?

Vefsíðugerð

Kostir WordPress Vefsíða

Hverjir eru helstu kostir WordPress vefumsjónarkerfisins og hversvegna mælum við með því í vefsíðugerð?

- WordPress er frítt vefumsjónarkerfi
- Viðmótið er fáanlegt á íslensku
- Viðmótið er notendavænt
- WordPress er leitarvélavænt
- Kerfið er þróað sem opinn hugbúnaður
- WordPress er í stöðugri þróun og öruggt
- WordPress er mest notaða vefumsjónarkerfi í heiminum

WordPress-vefumsjónarkerfið er frítt kerfi þ.e. þú greiðir engin mánaðar- eða áskriftargjöld. Einnig er kerfið opinn hugbúnaður (e. open source) sem þýðir að kóðinn er hannaður til að vera aðgengilegur almenningi - hver sem er getur séð, breytt og dreift kóðanum.

Opinn hugbúnaður, eins og WordPress, er þróaður með dreifstýrðri samvinnu (e. decentralised collaboration) og byggir á ritrýni sérfræðinga og samfélagsframleiðslu.Hvað þýðir það fyrir þína vefsíðu?

Opinn hugbúnaður styttir tíma og verkferla þegar kemur að öryggismálum þar sem afkastagetan er ekki bundin við nokkra starfsmenn. Ef öryggisgalli kemur upp hafa þúsundir forritara aðgengi til að koma í veg fyrir slíkt. Því er WordPress einstaklega öruggt og skilvirkt kerfi.

Við mælum einnig með WordPress þar sem viðmótið er fáanlegt á íslensku sem gerir það einstaklega notendavænt fyrir okkur Íslendinga. Einnig er WordPress efst á lista vefumsjónarkerfa þegar kemur að leitarvélabestun vefsíða.

WordPress þemu og hönnun

WordPress býður upp á fleiri þúsundir þemu (e. themes) sem eru tilbúnir útlitspakkar fyrir vefsíður. Ýmist er hægt er að velja frí þemu eða greiða fyrir sérhönnuð þemu. Sérhönnuð þemu eru þá sniðin sérstaklega að ákveðinni tegund þjónustu og geta sparað tíma og lækkað kostnað við vinnu á flóknari vefsíðum.

Vert er að hafa í huga að við val á WordPress þemu ber að varast flókin þemu útþanin af kóða til að koma í veg fyrir langan hleðslu- og birtingartíma. Slíkt hefur neikvæð áhrif á hraða vefsíðunnar og upplifun notenda.

WordPress viðbætur

Þar sem WordPress er vinsælt kerfi hafa þúsundir viðbóta (e. plugins) verið smíðaðar. Þetta hefur verið gert til að mæta ólíkum þörfum notenda og gerir það að verkum að það er fátt sem ekki er hægt að leysa með viðbótum.

Flestar viðbætur eru aðgengilegar í gegnum WordPress kerfið þér að kostnaðarlausu. Í flestum tilvikum ræðir þá um svo kallaðar Freemium viðbætur þar sem grunnþjónustan er frí en greitt er fyrir umframþjónustur og eiginleika. Slíkar þjónustur er þá oftast greitt fyrir eftir áskriftarleiðum.

Dæmi um algengar WordPress viðbætur:

- WooCommerce vefverslunarkerfi
- Yoast fyrir leitarvélabestun
- Akismet Anti-Spam vörn
- Jetpack fyrir öryggi og vefsíðuhraða
- Elementor fyrir vefsíðugerð
- WPForms fyrir samskipti
- MonsterInsights gagnaupplýsingar
- WordPress Multilingual tungumálakerfi

Hvað eru Snjallsíður?

Vantar þig vefsíðu sem hentar notendum?

Vönduð vefsíðugerð byrjar og endar með snjallvænni vefhönnun. Snjallvefur er vefsíða sem er hönnuð til að aðlaga sig að skjástærð þess tækis sem notað er hverju sinni. Hvort sem um ræðir snjallsíma, borðtölvu, fartölvu, eða spjaldtölvu og óháð skjástærðum lagar vefsíðan sig að hverju tæki.

Mikilvægt er að laga innihald vefsíðunnar að öllum þessum ólíku tækjum til að tryggja sem besta notendaupplifun.

Vefsíðugerð fyrir Netverslanir

Netverslanir

Vantar þig netverslun sem selur?

Netverslun er vefsíða gædd þeim eiginleikum að notendur geta verslað vöru eða þjónustu og greitt á síðunni. Við aðstoðum þig við að opna þína verslun á netinu og selja til þeirra markhópa sem þú vilt ná til.

Stór partur af því að reka netverslun er að ná til notenda á þeim tíma þegar viðkomandi er tilbúinn að kaupa vöru eða þjónustu. Meirihluti notenda styðjast við leitarvélar í slíkum kringumstæðum. Því náum við mestum árangri þegar góð vefhönnun og leitarvélabestun er framkvæmd saman.

Fyrir netverslanir mælum við sérstaklega með WooCommerce viðbótinni í WordPress vefumsjónarkerfinu.

Við vinnum með þér að:

- Tengja netverslunina birgðakerfi
- Sýna rétta lagerstöðu
- Tengja netverslunina bókhaldskerfi
- Tengja vefverslunina greiðslugátt
- Leitarvélavæna netverslunina

Vefsíðugerð

WooCommerce Vefverslunarviðbót

Með WooCommerce viðbótinni getur þú selt hvað sem er á netinu. Allt frá einföldum vörum og tímabókunum til þjónustu sem aðeins er aðgengileg meðlimum eða áskriftaraðilum.

Þú getur boðið þínum viðskiptavinum að velja úr ótakmörkuðu vöruframboði, áskriftum, þjónustum, sem og stökum vörum eða pökkum. WooCommerce mælaborðið er notendavænt til að uppfæra vörur og uppfylla pantanir og sparar tíma með sjálfvirkum skattaútreikningum, sendingargjöldum, og appi fyrir iOS og Android.

Fyrstu ákvarðanirnar sem þarf að taka þegar netverslun er sett upp snúa að hönnun síðunnar, valmyndum, uppbyggingu vefsins og greiðslu- og sendingarmöguleikum. WooCommerce er auðvelt í notkun og sér til þess að leiða notendur í gegnum allar helstu ákvarðanir svo allt sem netverslun þarf er til staðar. Til að auðvelda hlutina enn frekar tekur kerfið við helstu kreditkortum og millifærslum ásamt fleiri greiðslumöguleikum.

WooCommerce Viðbætur

WooCommerce getur tengst hundruðum ókeypis og greiddra viðbóta sem bæta við eiginleika netverslana. Allt frá notendavænum lausnum sem bæta upplifun viðskiptavina, til markaðstóla, sölurása, og greiðslumöguleika. Þar með getum við aðstoðað þig við að stækka verslunina þína eftir því sem þarfir þínar og fjárhagsáætlun stækka.

Við hönnum útlit netversluninnar og setjum verslunina upp svo þú getur byrjað að selja á netinu. Að uppsetningu lokinni tökum við að okkur umsjón með netversluninni eða bjóðum uppá kennslu á kerfinu og ráðgjöf varðandi uppsetningar á vörulýsingum fyrir leitarvélabestun, þitt er valið.

Í kjölfarið bjóðum við þér upp á fjölbreyttar leiðir í stafrænni markaðssetningu til að koma þinni verslun á framfæri. Allt frá póstlistamarkaðssetningu, vefauglýsingum, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og leitarvélum. Í sameiningu finnum við lausn sem hentar þér og þinni verslun.

Vefsíður á Leitarvélum

Viltu vefsíðu sem finnst á netinu?

Það er ekki nóg að vera með fallega vefsíðu. Þú vilt að notendur finni síðuna og heimsæki hana. Til þess þarf leitarvélabestun. Með leitarvélavænni vefsíðu birtist þín vefsíða notendum á Google þegar slegin eru inn viðeigandi leitarorð sem tengjast þínum rekstri og þjónustu.

Lestu meira um Leitarvélabestun.

Verð fyrir Vefsíðugerð

Verð

Ein af algengustu spurningum sem við fáum er hvað einföld vefsíða kostar.

Hafðu samband og við sendum þér verðtilboð í:

- Vefsíðu
- Netverslun
- Bókunarsíða

Verkferli

Þegar kemur að vefsíðugerð og hönnun er mikilvægt að við vitum hverjar væntingar þínar eru til þess að geta mætt þeim. Því byrjum við öll samstörf á þarfagreiningu. Eftirfarandi eru drög að verkferli okkar við vefsíðugerð.

1. Þarfagreining
2. Vefráðgjöf
3. Vefhönnun
4. Vefforritun
5. Efnisinnsetning
6. Vefur fer í loftið
7. Kennsla (ef við á)
8. Eftirfylgni

Nýleg Verkefni

Við höfum tekið að okkur ýmis skemmtileg verkefni. Við vinnum nýjar vefsíður frá grunni og tökum líka að okkur eldri síður sem þarf að uppfæra og betrumbæta með tilliti til hönnunar og útlitslegra breytinga.