fbpx
Contact information
We are available 24/ 7. Call Now. +354 655 5554 info@rvkmarketing.is

Hvað er Leitarvélabestun?

Leitarvélabestun stuðlar að því að bæta gæði og magn vefsíðuheimsókna sem koma frá leitarvélum.

Þegar notendur leita á Google fá þeir fram leitarniðurstöður sem Google telur viðeigandi fyrir leitarorð notanda. Leitarvélabestun snýr að því að fínstilla vefsíðuna þína svo hún birtist notendum í leitarniðurstöðum þegar við á.

Til hvers er Leitarvélabestun?

Hvað gerir SEO?

Leitarvélabestun, eða SEO, snýst um að fínstilla vefsíður svo leitarvélar eins og Google geti lesið þær og sýnt í leitarniðurstöðum.

Leitarvélabestun snýst líka um fólk. Stór partur af leitarvélabestun er að bjóða notendum hnitmiðað efni og upplýsingar sem og notendavæna vefsíðu upplifun.

SEO felur í sér mikla greiningu á gögnum til að koma vefsíðu sem best á framfæri til Google og fyrir framan notendur í leit.

Því leitarvélavænni sem vefsíða er því hærra birtist hún í leitarniðustöðum og því meira eykst vefsíðutraffík.

Hver eru markmið SEO?

Markmið leitarvélabestunar geta verið aukinn sýnileiki á leitarorðum innan atvinnugreinar, auknar fyrirspurnir um vörur og þjónustu fyrirtækis, aukin sala eða uppbygging ímyndar og bætt ásýnd vörumerkis. Í flestum tilvikum er markmiðum náð með því að auka magn og/eða gæði vefheimsókna.

Hvert sem markmiðið er tekur leitarvélabestun tíma og er ekki eitthvað sem er framkvæmt einu sinni og þarf svo ekki að hugsa meira um.

Leitarvélabestun er fljótandi ferli sem þarf að endurskoða reglulega og mikilvægt er að fylgjast vel með.

Því bjóðum við SEO í áskrift í minnst 6 mánuði.

Innri leitarvélabestun

Innri leitarvélabestun (e. On-page SEO) er það sem flestir kannast við í SEO. Þar má nefna:

- Notkun leitarorða í efnisinntaki
- Bestun mynda
- Bestun fyrir snjallsíma og tæki,

og einnig tækilega þætti líkt og að tryggja hraða vefsíðunnar.

Ytri leitarvélabestun

Leitarvélabestun snýr ekki einungis að vefsíðunni sjálfri en einnig að ytri tengslum hennar við umheiminn. Mikilvægasti þátturinn þar eru baktenglar, sem við útskýrum frekar hér neðar, en einnig:

- Samfélagsmiðlar
- Google My Business
- Stjörnugjafir
- Ummæli

og fleira sem gefur merki um rauverulega tilvist og áreiðanleika þess fyrirtækis eða einstaklings sem heldur úti vefsíðunni.

Leitarorðin

Leitarorð eru þau orð sem eru slegin inn í Google til að óska eftir leitarniðurstöðum. Því er mikilvægt að hver einstök síða á vefsíðunni taki mið af tilteknu leitarorði. Einnig er nauðynlegt að koma í veg fyrir að fleiri en ein síða á vefsíðu keppi um sama leitarorðið.

Leitarorð geta verið tvö eða fleiri orð sem standa saman.

T.a.m. eru orðin:
- ‘veitingastaður’
- ‘veitingastaður í 101 Reykjavík’

hvorutveggja leitarorð.

Baktenglar

Baktenglar eru hlekkir frá einni vefsíðu yfir á aðra og virka líkt og vinsældar atkvæði eða gæðastimpill. Því fleiri baktenglar sem síðan þín fær frá öðrum vefsíðum því sterkara merki fær Google að um ræði hjálplega og traustverðuga síðu.

Google notar baktengla til að meta gæði vefsíða og því vega baktenglar inní formúluna sem ræður því hvernig síður raðast í leitarniðurstöðum.

Baktenglar eru því eitt mikilvægasta verkefni í SEO til að koma vefsíðum á framfæri í leitarniðurstöðum.

Leitarvélabestun Verð

Verkferlar

Þegar við tökum að okkur verkefni byrjum við á því að taka út og greina vefsíðuna. Út frá því mótum við stefnu í leitarvélabestun og hefjumst handa að því að vinna á sjálfri síðunni.
Eftirfarandi eru drög að verkferli okkar við leitarvélabestun.

- Fáum aðgang að vefsíðunni
- Setjum upp Search Console
- Greining á vefsíðunni
- Leitarorðarannsókn
- Verkskipulag sett saman
- Framkvæmd verkefnis
- Mánaðarlegar skýrslur sendar
- Reglulegt endurmat á verkskipulagi

Við bjóðum viðskiptavinum SEO í áskrift.
Skoðaðu verðin hér að neðan.

Leitarvélabestun

SEO í áskrift

* Upphæðir eru án vsk * 6 mánaða samningstími * Kynningarverð gildir aðeins fyrstu 6 mánuðina

Brons

Fyrirbyggjandi SEO viðhaldsáætlun. Við einbeitum okkur að efla SEO með margvíslegum hætti til að halda síðunni heilbrigðri og þróa sterka viðveru á netinu.
120.000 kr. / mán
  • Tilvalið fyrir þá sem vilja beita fjölbreyttum bestunarþáttum.
  • Tengingar við Google
  • Mánaðarlegar skýrslur
  • Lagfæring á villumeldingum
  • Staðbundið SEO
  • Nothæfisbestun
  • On-site SEO
  • Bestunargreining
  • Leitarorðagreining / 10 orð

Silfur

Við leggjum áherslu á að þróa SEO eftir margs konar þáttum sem halda vefsíðunni heilbrigðri og hámarka möguleika á vexti og velgengni á netinu.
180.000 kr. / mán
  • Tilvalið fyrir þá sem vilja beita sterkri og margþættri SEO áætlun.
  • Tengingar við Google
  • Mánaðarlegar skýrslur
  • Lagfæring á villumeldingum
  • Staðbundið SEO
  • Nothæfisbestun
  • On-site SEO
  • Bestunargreining
  • Leitarorðagreining / 20 orð
  • Greining á samkeppnisaðilum / 5
  • Off-site SEO

Gull

Ótakmarkaður pakki sem eykur og þróar stefnu fyrir öll svið SEO.
270.000 kr. / mán
  • Sérsniðinn SEO pakki fyrir þá sem vilja vera vel á undan samkeppninni.
  • Tengingar við Google
  • Mánaðarlegar skýrslur
  • Lagfæring á villumeldingum
  • Staðbundið SEO
  • Nothæfisbestun
  • On-site SEO
  • Bestunargreining
  • Leitarorðagreining / 100 orð
  • Greining á samkeppnisaðilum / 10
  • Off-site SEO
  • Markhópagreining
  • Alþjóðleg leitarvélabestun
  • Greinaskrif

Minn eigin

Finnurðu ekki það sem þú leitar að eða veistu nákvæmlega hvað þú vilt? Smelltu þá á hnappinn hér að neðan og sendu okkur skilaboð. Við útbúum sérsniðinn pakka fyrir þig.
Hafðu samband
  • Þú getur valið úr þjónustum.
  • Tilvalið fyrir tiltekin afmörkuð verkefni.