fbpx
Contact information
We are available 24/ 7. Call Now. +354 655 5554 info@rvkmarketing.is

Aðgengi í Umhverfi

Bætt aðgengi í umhverfi felur m.a. í sér:

  • skábrautir og rampa fyrir hjólastóla
  • leiðarlínur fyrir blinda og sjónskerta
  • stórar og skýrar merkingar
  • handrið við tröppur
  • greinargóð merking á tröppum og öðrum misfellum
  • hljóðmerki á gönguljósum
  • o.fl.

Aðgengisúttektir húsnæðis og utandyra

Úttektir eru framkvæmdar af aðgengisfulltrúa sem fylgir viðeigandi reglum og leiðbeiningum stofnana sem sérhæfa sig í aðgengismálum.

Aðgengisúttektir í húsnæði taka mið af ákvæðum gildandi byggingarreglugerðar sem snúa að aðgengi en aðgengisúttektir í umhverfi utandyra taka mið af leiðbeiningum um Algilda hönnun utandyra.

Hvað er Algild Hönnun?

Samkvæmt HMS á algild hönnun við hönnun framleiðsluvara, umhverfis, áætlana og þjónustu sem allir geta nýtt sér, að því marki sem aðstæður leyfa, án þess að koma þurfi til sérstök útfærsla eða hönnun. Algild hönnun útilokar ekki hjálpartæki sé þeirra þörf. Enn fremur er algild hönnun ferli sem virkjar og styrkir íbúa samfélagsins með því að bæta mannlegan árangur, heilsu, vellíðan og félagslega þátttöku. Markmið algildrar hönnunar er að gera líf fólks auðveldara, heilsusamlegra og vingjarnlegra fyrir alla.

Reykjavík Marketing býður aðgengisúttektir fyrir stafrænt aðgengi og aðgengi í umhverfi.

Hafðu samband til að kynna þér stafrænt aðgengi og aðgengismál frekar.