fbpx
Contact information
We are available 24/ 7. Call Now. +354 655 5554 info@rvkmarketing.is

Vefsíðuaðgengi

Vefsíðuaðgengi snýst um að gera vefsíður nothæfar fyrir alla notendur, þar á meðal þá sem eru með fötlun eða takmarkaða getu til að athafna sig.

Aðgengi að vefsíðum felur í sér að farið sé eftir ákveðnum hönnunarreglum sem tryggja að allir hafi sömu eða svipaða upplifun við öflun upplýsinga á netinu.
Aðgengi er mikilvægt markmið fyrir vefsíður þar sem það veitir öllum notendum jafnan aðgang að efninu þínu og upplýsingar varðandi þína þjónustu eða vörur.

Stafrænt Aðgengi

Eins og getið hefur verið tryggir stafrænt aðgengi notendavænni og auðskiljanlegri upplifun á vefsíðunni þinni eða forriti fyrir alla gesti.
Þetta á við um þá sem eru með fötlun og takmarkanir eins og:

  • Blindu
  • Námsörðugleika
  • Vitsmunalega fötlun
  • Heyrnaskerðingu
  • Málhömlun
  • Líkamlega fötlun

sem allt gæti verið varanleg eða tímabundin skerðing.

Með því að einbeita þér að aðgengi vefsvæðisins þíns eða forrits muntu auka notendaupplifun fyrir hvern og einn gest, þar á meðal þá sem eru með fötlun eða takmarkanir. Með bættu aðgengi gefur þú öllum möguleika á að kynnast þinni vöru eða þjónustu og höfðar þar með til fleiri einstaklinga.

Úttektir á Stafrænu Aðgengi

Úttektir eru framkvæmdar af aðgengisfulltrúa sem fylgir viðeigandi reglum og leiðbeiningum stofnana sem sérhæfa sig í aðgengismálum.

Allar aðgengisúttektir á stafrænu aðgengi taka mið af WCAG 2.1 AA / WCAG 2.2 AA (2023).

Hvað er WCAG 2.1 AA?

Web Content Accessibility Guidelines (WCAG) útskýrir hvernig hægt er að gera vefefni aðgengilegra fyrir fatlað fólk. WCAG nær yfir vefsíður, forrit og annað stafrænt efni og er þróað af World Wide Web Consortium (W3C) Web Accessibility Initiative (WAI), alþjóðleg staðlasamtök fyrir internetið. Þessi stofnun hefur þróað og gefið út ítarlega leiðbeiningar fyrir stafrænt aðgengi.
WCAG er alþjóðlegur staðall á þremur stigum:

  • Stig A er lágmarksstig.
  • Stig AA inniheldur allar A- og AA-kröfur. Mörg samtök leitast við að uppfylla AA-stig.
  • Stig AAA inniheldur allar kröfur A, AA og AAA.

Reykjavík Marketing býður aðgengisúttektir fyrir stafrænt aðgengi og aðgengi í umhverfi (linkur á URL /adgengi-umhverfi)
Hafðu samband til að kynna þér stafrænt aðgengi og aðgengismál frekar.