fbpx
Contact information
We are available 24/ 7. Call Now. +354 655 5554 info@rvkmarketing.is
áhrifavalda markaðssetning

Áhrifavalda Markaðssetning. Hvað er það og hvað felst í hugtakinu? 

Við förum yfir helstu atriði áhrifavalda markaðssetningar (e. Influencer Marketing) og hvað það þýðir fyrir fyrirtæki í markaðshugleiðingum.

Hvað er áhrifavaldur?

Áhrifavaldur (e. Influencer) er einstaklingur sem hefur safnað traustum hóp fylgjenda á netinu sem oftast er byggður upp á samfélagsmiðlum líkt og Instagram og TikTok.

Áhrifavaldar sem starfsgrein starfa oftast sjálfstætt og afla tekna með því að auglýsa vöru og/eða þjónustu fyrir fyrirtæki sem styðja við lífstíl og ímynd áhrifavaldsins og fylgjenda hópins.

Áhrifavalda er hægt að flokka í fjóra hópa eftir því hversu stóra fylgjendahópa þeir hafa skapað. 

Hvert er hlutverk áhrifavalda?

Hlutverk áhrifavalda í markaðssetningu gengur út á tengslamarkaðssetningu. Fyrirtæki nota áhrifavalda til þess að styðja við óáþreifanleg markmið líkt og traust, ímynd vöru og vörumerkjavitund sem og áþreifanlegri eða mælanleg markmið til að mynda sölu. Áhrifavaldar birta því efni fyrir hönd fyrirtækis til að koma vöru eða þjónustu fyrir framan mögulega viðskiptavini. 

Því er mikilvægt fyrir áhrifavalda að viðhalda jákvæðum samskiptum við fylgjendahóp sinn ásamt því að ná til fleira fólks og fjölga þar með fylgjendur.

Hvert er verðmæti áhrifavalda?

Verðmæti áhrifavalda fyrir markaðssetningu fyrirtækja felst í fylgjendahópnum. Með því að vinna í samstarfi við áhrifavalda fær fyrirtæki aðgang að mögulegum viðskiptavinum sem treystir skoðunum og efni áhrifavaldsins sem hann gefur út.

Verðmæti áhrifavalda getur verið erfitt að reikna nákvæmlega en fyrirtæki nýta m.a. eftirfarandi til að áætla áhrif auglýsingaherferðar með áhrifavöldum: 

  • Google Tag Manager / UTM Tracking
  • Sérstaka Afsláttarkóða
  • Sérhannaðar lendingarsíður

Algeng mistök og lausnir

Líkt og þegar unnið er með aðrar markaðsaðferðir er mikilvægt að forðast mistök svo herferð gangi vel og markmiðum náð.

Helstu mistök þegar unnið er í samstarfi við áhrifavalda eru eftirfarandi:

Markmið eru ekki skilgreind

Mikilvægt er að spyrja “hversvegna ætlum við í samstarf við áhrifavald?” og “hverju vonumst við til að áorka með því samstarfi?”. Því er mikilvægt að:

  • Velja réttan áhrifavald fyrir þína vöru og markhóp
  • Skilgreina og mæla árangur
  • Deildu markmiðum og væntingum með áhrifavöldum

Gott er að skilgreina markmið samkvæmt SMART módelinu. 

Einblínt á fjölda fylgjenda

Stór fylgjendahópur þýðir ekki alltaf að sá sami hópur sé mjög virkur. Því er mikilvægt að ákvarða virkni fylgjendahóps sem og traust þeirra og með því áhrif áhrifavalds. 

Því er það oft svo að færri einstaklingar sem treysta áhrifavaldi eru meira virði fyrir vörumerki en þúsundir áhugalausra fylgjenda sem er ólíklegt að verði viðskiptavinir. 

Hægt að líta á hversu virkur fylgjendahópur áhrifavalds er með því að skoða:

  • Þátttöku mælingar (e. Engagement Metrics)
  • Komment
  • Like
  • Deilingar

Einblínt á röng gögn

Markaðssetning áhrifavalda getur boðið fyrirtækjum meiri ávinning en einungis að auka sölu. Með því að einblína á viðskipti og sölutölur getur það villt fyrir um raunverulegum árangri herferðarinnar. 

Hér eru nokkrir mælikvarðar sem er gott að hafa í huga þegar þú mælir áhrif herferðar:

  • Þátttöku mælingar t.d. Like, komment og deilingar til að skilja virkni og áhuga fylgjenda.
  • Mælingar á vörumerkjavitund t.d. áhorf, smelli og umferð á vefsíðu til að meta útbreiðslu herferðar og áhuga fylgjenda
  • Fjölgun fylgjenda fyrirtækis til að ákvarða áhrif áhrifavalds á sýnileika vörumerkis
  • Mögulegir viðskiptavinir (e. Leads) t.d. fjöldi fyrirspurna og skilaboða sem vörumerkið fær til að greina áhrif herferðarinnar á sköpun nýrra viðskiptavina

Óskýr fyrirmæli

Þegar unnið er með áhrifavöldum er mikilvægt að skrifa skýr fyrirmæli og deila þeim með áhrifavaldi til að hámarka árangur markaðsherferðar. Góð samantekt upplýsir áhrifavalda með smáatriðum og úrræðum sem þeir þurfa til að kynna vörumerki á áhrifaríkan hátt, án þess þó að takmarka sköpunargleði áhrifavaldsins.

Hér er stutt yfirlit yfir hvaða fyrirmæli skal hafa í samantekt:

  • Hvert er meginmarkmið herferðarinnar? Hvaða árangri vonastu til að ná? 
  • Hver er bakgrunnur fyrirtækisins? Hvert er vörumerkið og hvaða vörur eru seldar?
  • Hverjir eru helstu kostir vörunnar, eiginleikar og aðgreining?
  • Hver er markhópurinn? Hvað einkennir markhópinn?
  • Hver er áætlaður kostnaður fyrir herferðina?
  • Hver er áætluð tímalína?
  • Veittu áhrifavald aðgang að lógói, lita pallettu, leturgerð o.fl. til að kynna vörumerkið
  • Deildu lista af orðum og hugmyndum sem ber að forðast og eiga ekki við vörumerkið

Takmarkandi fyrirmæli 

Þó svo að góð og skýr fyrirmæli séu mikilvæg til að upplýsa áhrifavalda um vörumerki þá er ekki gott að takmarka frelsi og sköpunargleði þeirra. 

Það er mikilvægt að hafa í huga að ástæðan fyrir því að fylgjendahópur áhrifavalda treystir skoðunum þeirra er því þeir eru sjálfum sér samkvæmir og “ekta” (e. Authentic).

Því er gott er að forðast að fara fram úr sér með leiðbeiningunum. Það er ekki nauðsynlegt að fyrirskipa nákvæm orð eða hegðun áhrifavalda. Ef það er gert er líklegra að efnið sem áhrifavaldur gefur frá sér verði ósannfærandi og ótraustverðugt.

Áhrifavaldar eru sérfræðingarnir þegar kemur að því að búa til efni sem áhorfendur þeirra njóta og treysta. Vörumerkið þarf einungis að styðja þá með auðlindum sem þeir þurfa til að búa til frábært efni.

Áhrifavaldar og samfélagsmiðlar

Hvaða samfélagsmiðar eru mest notaðir í áhrifavaldamarkaðssetningu.

TikTok hefur tekið fram úr Instagram sem árið 2022 var mest notaði samfélagsmiðillinn fyrir áhrifavaldamarkaðssetningu (80%). 56% af vörumerkjum sem tóku þátt í 2023 rannsókninni, framkvæmd af Influencer Marketing Hub, nota TikTok fyrir markaðssetningu með áhrifavöldum, sem hefur þá tekið fram úr Instagram (51%), og vel fram úr Facebook (42%) og Youtube (38%).

Þó svo Instagram og TikTok séu augljóslega vinsælustu samfélagsmiðlarnir fyrir áhrifavaldamarkaðssetningu ættu vörumerki ekki að hunsa aðra möguleika. Mikilvægast er að tryggja að vörumerki nái til rétt markhóps og þá þarf að skoða hvaða samfélagsmiðla sá markhópur notar.

Notkun samfelagsmidla i ahrifavaldamarkadssetningu vorumerkja

Áhrifavalda markaðssetning er nýleg markaðsaðferð í mikilli útbreiðslu og hefur aukist í vinsældum. Þessi aðferð getur skilað fyrirtækjum og vörumerkjum góðum árangri með því að treysta áhrifavaldi fyrir því að tengja fylgjendahóp vörunni.

Þrátt fyrir auknar vinsældir er framkvæmdin oft enn óljós og í stöðugri þróun. Því er mikilvægt að hafa í huga atriði eins og að velja réttan áhrifavald, markmið, kostnaðaráætlun, skýr fyrirmæli og hvernig á að mæla árangur.

Við vonum að þessar upplýsingar komi að góðum notum. 

Lærðu meira:


Vantar þig áreiðanlegan samstarfsaðila?

Við sjáum um stafræn markaðsstörf fyrir lítil og stór fyrirtæki.
Kynntu þér þjónustuleiðirnar okkar.


Tengt efni & greinar