Hvað gerir Reykjavik Marketing?
Nánari upplýsingar hér að neðan.
Um Reykjavík Marketing
REYKJAVÍK MARKETING er stafræn auglýsingastofa sem sérhæfir sig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Tilgangur fyrirtækisins er að aðstoða fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum við að koma skilaboðum sínum áleiðis til viðskiptavina með notkun stafrænna miðla. Við leggjum áherslu á sanngjarna verðlagningu, frábæra og persónulega þjónustu, sérsniðna að þörfum hvers og eins.
Við erum hér fyrir þig

Hlynur Þór Agnarsson
Framkvæmdarstjóri / CEO
Hlynur Þór starfaði innan einstaklingssölu Vodafone á árunum 2013-2019, bæði sem sölumaður og hóp- og verkefnastjóri. Hann hefur síðan 2019 sinnt stöðu aðgengis- og upplýsingafulltrúa hjá Blindrafélaginu og haft umsjón með samfélagsmiðlum þeirra auk fjölmiðlaumfjöllunar. Hlynur hefur setið í stjórn Blindrafélagsins og átti sæti í dómnefnd Íslensku Vefverðlaunanna 2020.

Guðrún Óla Jónsdóttir
lyklaborðs snillingur
Gógó er þrumupenninn í teyminu sem getur skrifað um allt á milli himins og jarðar, umfjallanir, greinar, auglýsingatexta… nefndu það bara! Gógó, eins og við köllum hana, starfar einnig sem blaðamaður á Vikunni. Áður starfaði hún sem blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur lesið fréttir á K100.

Ólafur Kristjánsson
Stafrænn myndsmiður
Óli tölva hefur lengst af starfað sem tölvukennari og þáttastjórnandi og verið sýnilegur í fjölmiðlum þar sem hann fjallar um tölvur og tæknimál. Óli hefur verið tíður gestur á Bylgjunni og K100 þegar kemur að umfjöllun um tæknimál. Auk þess sá hann um þáttinn “Tölvur og tækni” á ÍNN og Hringbraut. Hjá Reykjavík Marketing græjar hann allt sem viðkemur ljósmyndun, upptökum á stiklum, Photoshop og allri almennri klippivinnslu. Það er fátt sem þessi maður getur EKKI gert.

Eyþór Helgason
Vefforritari
Eyþór er nemi við Háskólann í Reykjavík þar sem hann er að læra rekstrarverkfræði og tölvunarfræði, mun hann ljúka því námi vorönn 2023. Hann hefur mikinn áhuga á vefforritun og hefur hann það markmið að þróa fallegar og notendavænar vefsíður
Okkar þjónustur
Auglýsingagerð
Myndatökur & grafísk vinna
Upptökur & myndvinnsla
Talsetning & textun
Beint streymi
Umsjón Herferða
Auglýsingakeysla
Samfélagsmiðlar
Google Auglýsingar
Umsjón Markaðsherferða
Árangurmælingar & Endurgjöf
Vefsíðugerð
Nýsmíði og Endurbætur
Leitarvélabestun
Póstlistar